• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Tilnefndar konurUnnendum hljóðbóka á Íslandi gefst kostur á að kjósa sína eftirlætisbók sem kom út á liðnu ári. Hundrað bækur eru tilnefndar sem hljóðbók ársins í fjórum bókaflokkum; barna- og ungmennabókum, glæpasögum, skáldsögum og óskálduðu efni.


Á síðu Storytel Awards eru listar með 25 bókum úr hverjum bókaflokki sem hafa fengið bæði mesta hlustun og flestar stjörnur í appi veitunnar. Þegar almenningur hefur kosið fara fimm efstu bækur hvers flokks úr kosningunni fyrir dómnefnd sem velur vinningshafa úr hverjum bókaflokki.


Hér á eftir má sjá þær bækur eftir íslenskar konur sem hafa ratað á lista í hverjum flokki fyrir sig:


Barna- og ungmennabækur

Bergrún Íris Sævarsdóttir: Kennarinn sem hvarf

Bergrún Íris Sævarsdóttir: Langelstur að eilífu

Eva Rún Þorgeirsdóttir: Stúfur hættir að vera jólasveinn

Eva Rún Þorgeirsdóttir: Sögur fyrir svefninn

Hildur Loftsdóttir: Eyðieyjan. Urr, öskur, fótur og fit

Jenný K. Kolsöe: Afi sterki og skessuskammirnar

Jenný K. Kolsöe: Amma óþekka: Klandur á Klambratúni


Glæpasögur

Eva Björg Ægisdóttir: Stelpur sem ljúga

Lilja Sigurðardóttir: Helköld sól

Sólveig Pálsdóttir: Fjötrar

Sólveig Pálsdóttir, Yrsa Sigurðardóttir, Lilja Sigurðardóttir, Eva Björg Ægisdóttir, Jónína Leósdóttir og Quentin Bates: Rökkursögur

Yrsa Sigurðardóttir: Þögn


Skáldsögur

Guðrún Eva Mínervudóttir: Aðferðir til að lifa af

Guðrún Sigríður Sæmundssen: Hann kallar á mig

Sandra B. Clausen: Krákan

Unnur Lilja Aradóttir: Einfaldlega Emma


Óskáldað efni

Anna Ragna Fossberg: Auðna

Björg Guðrún Gísladóttir: Skuggasól

Friðrika Benónýsdóttir: Minn hlátur er sorg: ævisaga Ástu Sigurðardóttur

Guðríður Haraldsdóttir: Anna - Eins og ég er

Margrét Dagmar Ericsdóttir: Vængjaþytur vonarinnar

Ólína Þorvarðardóttir: Spegill fyrir Skuggabaldur

Steinunn Ásmundsdóttir: Manneskjusaga

Sæunn Kjartansdóttir: Óstýriláta mamma og ég

Vigdís Grímsdóttir: Sagan um Bíbí Ólafsdóttur


Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband