• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Tilnefndar konurUnnendum hljóðbóka á Íslandi gefst kostur á að kjósa sína eftirlætisbók sem kom út á liðnu ári. Hundrað bækur eru tilnefndar sem hljóðbók ársins í fjórum bókaflokkum; barna- og ungmennabókum, glæpasögum, skáldsögum og óskálduðu efni.


Á síðu Storytel Awards eru listar með 25 bókum úr hverjum bókaflokki sem hafa fengið bæði mesta hlustun og flestar stjörnur í appi veitunnar. Þegar almenningur hefur kosið fara fimm efstu bækur hvers flokks úr kosningunni fyrir dómnefnd sem velur vinningshafa úr hverjum bókaflokki.


Hér á eftir má sjá þær bækur eftir íslenskar konur sem hafa ratað á lista í hverjum flokki fyrir sig:


Barna- og ungmennabækur

Bergrún Íris Sævarsdóttir: Kennarinn sem hvarf

Bergrún Íris Sævarsdóttir: Langelstur að eilífu

Eva Rún Þorgeirsdóttir: Stúfur hættir að vera jólasveinn

Eva Rún Þorgeirsdóttir: Sögur fyrir svefninn

Hildur Loftsdóttir: Eyðieyjan. Urr, öskur, fótur og fit

Jenný K. Kolsöe: Afi sterki og skessuskammirnar

Jenný K. Kolsöe: Amma óþekka: Klandur á Klambratúni


Glæpasögur

Eva Björg Ægisdóttir: Stelpur sem ljúga

Lilja Sigurðardóttir: Helköld sól

Sólveig Pálsdóttir: Fjötrar

Sólveig Pálsdóttir, Yrsa Sigurðardóttir, Lilja Sigurðardóttir, Eva Björg Ægisdóttir, Jónína Leósdóttir og Quentin Bates: Rökkursögur

Yrsa Sigurðardóttir: Þögn


Skáldsögur

Guðrún Eva Mínervudóttir: Aðferðir til að lifa af

Guðrún Sigríður Sæmundssen: Hann kallar á mig

Sandra B. Clausen: Krákan

Unnur Lilja Aradóttir: Einfaldlega Emma


Óskáldað efni

Anna Ragna Fossberg: Auðna

Björg Guðrún Gísladóttir: Skuggasól

Friðrika Benónýsdóttir: Minn hlátur er sorg: ævisaga Ástu Sigurðardóttur

Guðríður Haraldsdóttir: Anna - Eins og ég er

Margrét Dagmar Ericsdóttir: Vængjaþytur vonarinnar

Ólína Þorvarðardóttir: Spegill fyrir Skuggabaldur

Steinunn Ásmundsdóttir: Manneskjusaga

Sæunn Kjartansdóttir: Óstýriláta mamma og ég

Vigdís Grímsdóttir: Sagan um Bíbí Ólafsdóttur