Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband

Steinunn Ásmundsdóttir er fædd árið 1966 í Reykjavík. Ferðalög innanlands og vítt um veröldina, ljóðagerð, blaðamennska, starf að náttúruvernd og landvarsla voru helstu viðfangsefni ungdómsáranna, allt fram til ársins 1996. Hún settist þá að á Egilsstöðum og vann sem blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins á Austurlandi í hartnær áratug en tók svo við ritstjórn héraðsfréttablaðsins Austurgluggans um nokkurra ára skeið.


Steinunn afréð fyrir fáeinum árum að draga sig úr erli fjölmiðlavinnu, kyrra líf sitt og leita skáldæðarinnar á ný. Árið 2016 opnaði hún hugverkavef sinn www.Yrkir.is. Á vefnum eru yfir 200 ljóð frá árinu 1986 til dagsins í dag, þ.á.m. þýdd ljóð. Einnig sögur, greinaskrif um aðskiljanleg efni og ljósmyndasafn. Í kjölfarið skrifaði hún ljóðabók og sannsögu.

 

Helstu hugðarefni Steinunnar auk skáldskaparins eru fjölskylda og vinir, náttúran, lestur og tónlist, samtal, umhverfismál og siðfræði. Hún hefur verið félagi í Rithöfundasambandi Íslands frá árinu 1992 og Alþjóðlegri frímúrarareglu karla og kvenna, Le Droit Humain frá árinu 2015.

Steinunn Ásmundsdóttir

  • 2019 Í senn dropi og haf
  • 2018 Manneskjusaga
  • 2018 Áratök tímans
  • 1996 Hús á heiðinni
  • 1992 Dísyrði
  • 1989 Einleikur á regnboga
  • 1987 Frímannspostilla

   

  Ljóð, sögur og greinar í safnritum, tímaritum og blöðum og þættir/innslög á ljósvaka.