Bergrún Íris Sævarsdóttir

Bergrún Íris Sævarsdóttir er fædd árið 1985 og býr í Hafnarfirði ásamt fjölskyldu sinni. Bergrún útskrifaðist með BA gráðu í listfræði úr Háskóla Íslands 2009, lauk diplómanámi í teikningu frá Myndlistaskólanum í Reykjavík vorið 2012 og sótti sumarskóla í barnabókagerð í Anglia Rushkin, Cambridge School of Art.


Bergrún hefur alltaf haft áhuga á barnabókum en sá áhugi fékk byr undir báða vængi þegar hún varð móðir haustið 2009. Hún hefur myndskreytt fjölda barnabóka og námsefni, haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Fyrsta bók Bergrúnar sem rithöfundur var barnabókin Vinur minn, vindurinn sem kom út hjá Bókabeitunni haustið 2014 og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. (sjá vefsíðu Bókabeitunnar)

 

Bergrún Íris hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín, eins og sjá má á skrá hér til hliðar. Meðal annars hefur hún hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og unglingabóka og Vest-Norrænu barnabókaverðlaunin.

 

 

Bergrún Íris Sævarsdóttir

  • 2020   Töfralandið
  • 2020   Viltu vera vinur minn? (endurútgáfa)
  • 2020   Kennarinn sem hvarf sporlaust
  • 2019   Kennarinn sem hvarf
  • 2019   Lang-elstur að eilífu
  • 2019   Hauslausi húsvörðurinn
  • 2018   Lang-elstur í leynifélaginu
  • 2018   Næturdýrin
  • 2017   Lang-elstur í bekknum
  • 2015   Viltu vera vinur minn?
  • 2015   Sjáðu mig sumar
  • 2014   Vinur minn, vindurinn

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband