Sólveig Pálsdóttir

Sólveig Pálsdóttir er fædd í Reykjavík 13. september 1959. Hún lauk fjögurra ára leiklistarnámi frá Leiklistarskóla Íslands 1982 og starfaði sem leikkona um árabil.  Meðfram leiklistarstörfum vann hún að dagskrárgerð hjá RUV og stýrði barna,-unglinga og viðtalsþáttum.

 

Sólveig lauk BA – gráðu í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands 1996 og kennsluréttindanámi nokkru síðar. Hún var íslensku, tjáningar- og leiklistarkennari við Hringsjá, náms- og starfsþjálfun í 17 ár. Auk fastrar kennslu kenndi hún árum saman ýmiss námskeið á vegum stofnana og fyrirtækja.

 

Sólveig var formaður menningarnefndar Seltjarnarness í átta ár og hefur stýrt margskonar menningarviðburðum. Í dag sinnir hún verkefnastjórnun meðfram ritstörfum.

 

Fyrsta bók Sólveigar kom út árið 2012 og síðan hefur hún sent frá sér fjórar skáldsögur til viðbótar og eina minningasögu. Skáldsögur hennar eru á sviði glæpa- og spennusagna.

 

Bækur Sólveigar hafa notið vinsælda hjá öllum aldurshópum, tvær þeirra eru komnar út hjá Aufbau Verlag í Þýskalandi. Sólveig hefur setið fyrir svörum á nokkrum bókmenntahátíðum, svo sem á Bristol Crimefest, Newcastle Noir og Iceland Noir.

 

Sólveig býr á Seltjarnarnesi. Er gift og á þrjú uppkomin börn.  

 

Sólveig Pálsdóttir

  • 2020   Klettaborgin
  • 2019    Fjötrar
  • 2017    Refurinn
  • 2015    Flekklaus
  • 2013    Hinir réttlátu
  • 2012    Leikarinn
 • 2020 Blóðdropinn fyrir Fjötra

  2019  Bæjarlistamaður Seltjarnarness

   

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband