SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Sólveig Pálsdóttir

Sólveig Pálsdóttir er fædd í Reykjavík 13. september 1959. 

Sólveig lauk fjögurra ára leiklistarnámi frá Leiklistarskóla Íslands 1982 og starfaði sem leikkona um árabil. Meðfram leiklistarstörfum vann hún að dagskrárgerð hjá RUV og stýrði barna-, unglinga- og viðtalsþáttum.

Sólveig lauk BA-gráðu í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands 1996 og kennsluréttindanámi nokkru síðar. Hún var íslensku, tjáningar- og leiklistarkennari við Hringsjá, náms- og starfsþjálfun í 17 ár. Auk fastrar kennslu kenndi hún árum saman ýmiss námskeið á vegum stofnana og fyrirtækja.

Sólveig var formaður menningarnefndar Seltjarnarness í átta ár og hefur stýrt margskonar menningarviðburðum. Frá árinu 2013 hefur Sólveig starfað sem rithöfundur. 

Fyrsta bók Sólveigar kom út árið 2012 og síðan hefur hún sent frá sér fleiri skáldsögur og eina minningasögu. Skáldsögur hennar eru á sviði glæpa- og spennusagna.

Bækur Sólveigar njóta vinsælda út fyrir landsteinana og hafa verið þýddar á ensku og tékknesku. Sólveig hefur setið fyrir svörum á nokkrum bókmenntahátíðum, svo sem á Bristol Crimefest, Newcastle Noir og Iceland Noir. Sólveig hlaut Blóðdropann árið 2020 fyrir bók sína Fjötra og var útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness 2019, fyrst rithöfunda. 

Sólveig býr á Seltjarnarnesi. Er gift og á þrjú uppkomin börn.  


Ritaskrá

  • 2025  Ísbirnir
  • 2023  Miðillinn
  • 2021  Skaði
  • 2020  Klettaborgin
  • 2019  Fjötrar
  • 2017  Refurinn
  • 2015  Flekklaus
  • 2013  Hinir réttlátu
  • 2012  Leikarinn

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2020  Blóðdropinn fyrir Fjötra
  • 2019  Bæjarlistamaður Seltjarnarness

 

Þýðingar

  • 2024  Shrouded (Quentin Bates þýddi á ensku, væntanleg) 
  • 2022  Harm (Quentin Bates þýddi á ensku)
  • 2021  Silenced (Quentin Bates þýddi á ensku) 
  • 2020  The Fox (Quentin Bates þýddi á ensku)
  • 2015  Tote Wale (Gisa Marehn þýddi á þýsku)
  • 2014  Eiskaltes (Gisa Marehn þýddi á þýsku)

 

Tengt efni