Sólveig Pálsdóttir er fædd í Reykjavík 13. september 1959. Hún lauk fjögurra ára leiklistarnámi frá Leiklistarskóla Íslands 1982 og starfaði sem leikkona um árabil.  Meðfram leiklistarstörfum vann hún að dagskrárgerð hjá RUV og stýrði barna,-unglinga og viðtalsþáttum. Sólveig lauk BA – gráðu í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands 1996 og kennsluréttindanámi nokkru síðar. Hún var íslensku, tjáningar- og leiklistarkennari við Hringsjá, náms- og starfsþjálfun í 17 ár. Auk fastrar kennslu kenndi hún árum saman ýmiss námskeið á vegum stofnana og fyrirtækja.

 

Sólveig var formaður menningarnefndar Seltjarnarness í 8 ár og hefur stýrt margskonar menningarviðburðum. Í dag sinnir hún verkefnastjórnun meðfram ritstörfum.

 

Leikarinn eftir Sólveigu kom út hjá JPV- Forlagið árið 2012 og varð ein að söluhæstu bókum ársins. Ári síðar kom Hinir réttlátu út hjá sömu útgáfu og Flekklaus árið 2015. Fjórða bók Sólveigar Refurinn kemur út í nóvember 2017. Útgefandi er Salka-útgáfuhúsið Verðandi.

 

Bækurnar hafa notið vinsælda hjá öllum aldurshópum, tvær þeirra eru komnar út hjá Aufbau Verlag í Þýskalandi. Sólveig hefur setið fyrir svörum á nokkrum bókmenntahátíðum, s.s. á Bristol Crimefest, Newcastle Noir og Iceland Noir.

 

Sólveig býr á Seltjarnarnesi. Er gift og á þrjú uppkomin börn.  

 

Sólveig Pálsdóttir

  • 2019    Fjötrar
  • 2017    Refurinn
  • 2015    Flekklaus
  • 2013    Hinir réttlátu
  • 2012    Leikarinn

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband