Anna Ragna Fossberg

Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir er fædd í Reykjavík 1966. Hún varð snemma lestrarhestur og hefur haldið dagbók frá 14 ára aldri. Þó hún tæki á endanum doktorspróf í heilbrigðisvísindum og aflaði sér í framhaldinu löggildingar sem næringarfræðingur blundaði alltaf í henni áhugi á bókmenntum, sérstaklega dramatískum fjölskyldusögum. Þegar hún stofnaði Heilræði-heilsuráðgjöf árið 2008 fór hún að blogga um heilbrigði, hollustu og vísindi. Hún sá að ritstörfin áttu vel við hana og fór að skrifa skáldskap í frístundum.

 

Fyrsta skáldsaga Önnu Rögnu er einmitt dramatísk fjölskyldusaga: Auðna (2018).

Anna Ragna Fossberg

    • 2018 Auðna

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband