Steinunn Inga Óttarsdóttir

Steinunn Inga hefur lokið meistaranámi í íslenskum bókmenntum og í hagnýtri menningarmiðlun við HÍ og Univerzita Karlova í Prag. Hún hefur skrifað greinar og pistla um bókmenntir og fjölmiðla í blöð og tímarit og bókmenntagagnrýni fyrir DV, Morgunblaðið, Kvennablaðið og Víðsjá (steinunninga.com). Líkt og aðrir í ritnefnd hefur Steinunn Inga brennandi áhuga á bókmenntum kvenna og vill veg þeirra sem mestan.

Soffía Auður Birgisdóttir

Soffía Auður  er með doktorspróf í íslenskum bókmenntum og starfar sem fræðimaður við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Höfn í Hornafirði. Hún hefur skrifað ritdóma og greinar um íslenskar og erlendar bókmenntir í fjölda ára og starfað sem ritstjóri á bókaforlagi. Þá hefur hún sent frá sér fræðibækur og þýðingar úr ensku og dönsku. Líkt og aðrir í ritnefnd hefur Soffía Auður brennandi áhuga á bókmenntum kvenna og vill sjá veg þeirra sem mestan.

Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Jóna er með M.A. próf í íslenskum bókmenntum og M.A. próf í kennslufræði. Hún hefur starfað í rúman áratug sem íslenskukennari í Menntaskólanum við Sund. Jóna hefur fengist nokkuð við ritstörf og þýðingar og sent frá sér fræðigreinar, skáldverk og kennsluefni. Líkt og aðrir í ritnefnd hefur Jóna brennandi áhuga á bókmenntum kvenna og vill sjá veg þeirra sem mestan.

Please reload

Heimildir

Mest allt efnið í Skáldatali er unnið af ritstjórn en það sem sótt er í aðrar veitur er jafnan með góðfúslegu leyfi þeirra sem að þeim standa. Við munum reyna að sjá til þess að allar heimildir séu rétt skráðar og ennfremur að tilskilin leyfi séu til staðar fyrir birtingu efnis og mynda.  Allar ábendingar eru vel þegnar.

 

Vefurinn og allt efni á honum er unnið í sjálfboðavinnu. Tekjur, ef einhverjar eru, renna til verkefnisins.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband