Hildur Loftsdóttir

Hildur Loftsdóttir er fædd 9. apríl 1968 í Svíþjóð. Hún ólst upp á Akureyri þar til hún fluttist til Frakklands 1988 að leggja stund á frönsku og kvikmyndafræði. Eftir heimkomuna vann hún hátt í 20 ár á Morgunblaðinu sem blaðamaður. Hildur hefur einnig stundað nám við Háskóla Íslands í almennri bókmenntafræði og ritlist, og í Tónlistarskóla FÍH í söng. Um níu ára skeið bjó Hildur í Bandaríkunum og starfaði við menningarstofnunina Scandinavia House í New York. Þar var hún íslenskukennari og umsjónarmaður barnaseturs, auk þess að skipuleggja uppákomur tengdar íslenskri menningu. Hún var einnig skipuleggjandi Klikkaðrar menningar, 40 ára afmælishátíð Geðhjálpar 2019.

 

Hildur býr í Reykjavík ásamt tveimur dætrum sínum.

 

Hildur Loftsdóttir

    • 2020 Hellirinn. Blóð, vopn og fussum fei
    • 2019 Eyðieyjan. Urr, öskur, fótur og fit

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband