Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ólína [Kjerúlf] Þorvarðardóttir fæddist í Reykjavík 8. september 1958 og ólst upp í Hlíðunum. Hún flutti 14 ára gömul með foreldrum sínum til Ísafjarðar og gekk í Menntaskólann á Ísafirði. Ólína lærði íslensku, þjóðfræði og heimspeki við Háskóla Íslands og lauk þaðan doktorsprófi árið 2000. Hún tók einnig stjórnunarnám og er með kennsluréttindi á framhaldsskólastigi. Ólína var um tíma búsett í Danmörku auk þess sem hún bjó á Ísafirði í samanlögð 16 ár. Hún býr nú Reykjavík með annað aðsetur á Laugarvatni.

 

Ólína hefur starfað sem blaða- og fréttamaður, ritstjóri, pistlahöfundur, dagskrárgerðarmaður við útvarp og sjónvarp, háskólakennari og bókmenntagagnrýnandi. Auk þess hefur hún gegnt störfum borgarfulltrúa í Reykjavík, skólameistara Menntaskólans á Ísafirði, forstöðumanns Þjóðháttadeildar Þjóðminjasafnsins og verið alþingismaður fyrir Norðvesturkjördæmi. Ólína er virkur björgunarsveitarmaður og fararstjóri fyrir Ferðafélag Íslands. Fyrstu ljóð Ólínu birtust í Lesbók Morgunblaðsins árið 1993 en síðan hafa ljóð hennar birst í ýmsum ritum. Árið 1995 hlaut hún verðlaun í ljóðasamkeppni Listahátíðar Reykjavíkur. Ljóð hennar eru ýmist laus eða hefðbundin í formi, en auk óháttbundinna ljóða hefur Ólína lengi fengist við vísnagerð og kveðskap. Hún er félagi í Kvæðamannafélaginu Iðunni og var varaformaður þess um tíma. Hún er formaður í Óðfræðifélaginu Boðn.

 

Ritsmíðar Ólínu eru á sviði fræða og skáldskapar. Þá hefur hún einnig fengist við þýðingar og samið kennsluefni, auk þess sem hún hefur haldið fjölmargra fyrirlestra og skrifað tímaritsgreinar.

 

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

 • 2019     Lífgrös og leyndir dómar – Lækningar, töfrar og trú í sögulegu ljósi

  2017    Við Djúpið blátt. Byggð mannlíf og saga við Ísafjarðardjúp. Árbók Ferðafélags Íslands

  2007    Vestanvindur – ljóð og lausir endar

  2000    Brennuöldin. Galdur og galdratrú í málskjölum og munnmælum

  1995    Álfar og tröll

  1988    Bryndís. Lífssaga Bryndísar Schram

   

 • 2019  Tilnefning til ísl. bókmenntaverðlaunanna fyrir Lífgrös og leyndir dómar – Lækningar, töfrar og trú í sögulegu ljósi

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband