Sæunn Kjartansdóttir

Sæunn Kjartansdóttir fæddist í Reykjavík 24. desember 1956. Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum við Tjörnina 1976 lauk hún námi við Hjúkrunarskóla Íslands 1979 og réttindaprófi í sálgreiningu frá Arbours Association í London 1992. Hún starfaði um árabil á geðdeildum Kleppsspítala/Landspítala en hefur frá árinu 1992 verið sjálfstætt starfandi við einstaklingsmeðferð og faghandleiðslu.

 

Sæunn er einn stofnenda Miðstöðvar foreldra og barna sem sérhæfir sig í tengslaeflandi innsæismeðferð foreldra og ungbarna. Hún hefur sinnt stundakennslu við HÍ, skrifað fræðigreinar í fagtímarit og bækur auk greina í tímarit og dagblöð um geðheilbrigðismál og málefni barna.

 

Sæunn er gift Guðmundi Jónssyni sagnfræðingi og eiga þau tvö börn og fjögur barnabörn.

Sæunn Kjartansdóttir

  • 2019 Óstýriláta mamma mín … og ég.
  • 2015 Fyrstu 1000 dagarnir. Barn verður til.
  • 2009 Árin sem enginn man. Áhrif frumbernskunnar á börn og fullorðna.
  • 1999 Hvað gengur fólki til? Leit sálgreiningar að skilningi.
 • Tilnefning

  • 2009 Viðurkenning Hagþenkis: Árin sem enginn man

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband