SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir13. júní 2018

Hagmælt vinnukona

Skáldskap Helgu Pálsdóttur, vinnukonu á Grjótá í Fljótshlíð (1877-1973), var forðað frá glötun, þökk sé Hörpu Rún Kristjánsdóttur og Ástu Þorbjörnsdóttur sem tóku saman ljóð hennar á bók. Þær rituðu einnig formálsorð sem varpa ljósi á ævi og skáldskap Helgu.

Helga Pálsdóttir tekur nú verðugan sess sem skáldkona á skald.is.