SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Guðrún Ólafsdóttir

Guðrún Ólafsdóttir fæddist þann 9. ágúst árið 1866 að Karlastöðum á Berufjarðarströnd. Hún var dóttir hjónanna Halldóru Sigurðardóttur og Ólafs Árnasonar þau hófu búskap að Karlastöðum árið 1853 og eignuðust 10 börn. Hjónin misstu helming af börnunum og Halldóra fellur svo frá þá ekki orðin fertug. Heimilið leysist upp og börnin voru send til vandalausra. Sum fluttu til Vesturheims. Guðrún var skráð í kirkjubækur sem niðursetningur aðeins 8 ára gömul.

Menntun hlaut Guðrún aldrei en hún lærði að lesa og var minnug og gat lært utanaf Nýja testamennið til dæmis. Um Guðrúnu segir svo í bókinn ,,Svei þér þokan gráa" sem gefin var út af Bókaútgáfunni Gunnu á Norðfirði að Guðrún hafi ort þegar andinn kom yfir hana og yfirleitt ekki undir háttum sem þá voru viðurkenndir. Hún fékk vini sína til þess að vélrita kveðskapinn og seldi hann á bæjum. Þessi litlu rit nefndust ,,Ljóðaliljur" og voru það eina sem skáldkonana fékk útgefið af skálskap sínum í lifanda lífi. Þá gerði Guðrún ,,tónlög" við sum af ljóðunum sínum og tónaði fyri fólk gegn gjaldi, meðal annars á skemmtunum. Guðrún er þjóðsagnarpersóna í Norðfirði og margir kunna af henni sögur. Stefanía Gísladóttir hefur haft veg og vanda með að safna saman ljóðum hennar svo og ýmsum sögum úr munnmælum og setti saman bók sem út kom árið 2000 ,,Hún var Megas síns tíma" segir einn af viðmælundunum Stefaníu og vísar þar til þess að ekki hefði keveðskapur Gurúnar og flutningur fundið náð fyrir augum allra.

Guðrún lést árið 1949


Ritaskrá

án árs Ljóðaliljur

Tengt efni