SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Bergljót Hreinsdóttir

Bergljót Hreinsdóttir er fædd 19. ágúst árið 1965 í Reykjavík en ólst upp í Kópavogi. Foreldrar hennar eru Hreinn Bergsveinsson frá Ólafsvík og Valgerður Pálsdóttir frá Siglufirði.

Bergljót lauk prófi frá Fósturskólanum árið 1991 og starfaði lengi við leikskólann Krílakot á Dalvík. Bergljót er gift Magnúsi Möller sölumanni hjá HT og á 3 börn og 2 barnabörn. Hún starfaði í Marbakka í Kópavogi 1986-1994 (deildarstj 1991-1994) og deildarstjóri á Krílakoti 1994-1987. Þá starfaði hún sem deildarstjóri í Domkirken barnehage og Trollklubben í Fredrikstad Noregi 1997-1999 og sem deildarstjóri í Marbakka í Kópavogi 1999-2023. Núna er hún deildarstjóri í Urriðabóli í Garðabæ.

Bergljót hefur skrifað nokkrar bækur fyrir börn, auk þess sem hún á smásögur í safnritum og hefur sent frá sér eina ljóðabók, Ljóð um lífið og dauðann og allt þar á milli árið 2014.

Bergljót skrifaði revíu fyrir leikfélag Dalvíkur og tók sjálf þátt í uppsetningu á verkinu ásamt því að skrifa sögu um Írisi/saga með söngvum sem kom út árið 1990

Bergljót hefur tekið virkan þátt í stéttarfélagsumræðum um leikskólamál þar sem hún stendur vörð um fagmennsku og vandaða umfjöllun um leikskólakennarar og þeirra starfsumhverfi. Þá hefur hún samið efni til notkunar í leikskólastarfi og gaf til að mynda út söguna um Lúsina Lukku, ásamt samstarfskonum sínum, árið 2013, sem var unnin sem þróunarverkefni fyrir leikskólabörn.


Ritaskrá

  • 2014  Ljóð um lífið og dauðann og allt þar á milli...
  • 2013  Lúsin Lukka (ásamt Báru Skæringsdóttur og Þorbjörgu Rósu Jóhannsdóttur)
  • 2013  Saga í Íslensk ást: sex íslenskar smásögur
  • 1998  Engin venjuleg Valdís 
  • 1995  Obladí Oblada (ásamt Örnu Valsdóttur)
  • 1994  Saga í Ormagull: verðlaunasögur handa allri fjölskyldunni
  • 1989  Íris: saga með söngvum

 

Tengt efni