SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Steinunn Ólína er fædd 2. júlí 1969 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Bríet Héðinsdóttir, leikkona, (1935-1996) og Þorsteinn Þorsteinsson, rithöfundur og þýðandi (1938-2023).

Steinunn Ólína tók þátt í leiksýningum í Þjóðleikhúsinu ung að aldri en 17 ára gömul hélt hún til Englands í leiklistarnám og lauk leiklistarprófi frá Drama Centre í London árið 1990. Hún hefur leikið fjölda hlutverka hjá Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Akureyrar, Leikfélagi Reykjavíkur og ýmsum leikhópum. Þá hefur hún einnig leikið í kvikmyndum og sjónvarpi. Hún hefur stýrt sjónvarpsþáttum og var útgefandi og ritstjóri Kvennablaðsins um árabil.

Af hlutverkum Steinunnar Ólínu má nefna titilhlutverkið í Múttu Courage, Draumaþjófnum og Eltum veðrið. Þá lék hún meðal annars í Hvað sem þið viljið, Sjö ævintýrum um skömm, Nashyrningunum, Efa, Pétri Gaut, My Fair Lady, Gauragangi, Fávitanum, Villiöndinni, Þremur systrum, Sjálfstæðu fólki, Hægan, Elektra, og Draumi á Jónsmessunótt. Í sjónvarpi lék hún meðal annars í Verbúð, Svörtu söndum, Mannasiðum, Ófærð, Föngum og Rétti. Þá var hún þáttastjórnandi hjá Stöð 2 í þættinum Stóra sviðið.

Steinunn Ólína hlaut Grímuverðlaunin fyrir Ríkarð III og var tilnefnd fyrir Nashyrningana og Efa. Hún hlaut Edduverðlaunin fyrir Fanga og Rétt.

2004 sendi Steinunn Ólína frá sér skáldsöguna Í fylgd með fullorðnum.

Steinunn Ólína bjó í nokkur ár í Los Angeles með eiginmanni sínum Stefáni Karli Stefánssyni leikara, en hann lést í ágúst 2018. 


Ritaskrá

  • 2006  Í fylgd með fullorðnum

 

Verðlaun og viðurkenningar

(Í vinnslu)

Tengt efni