SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Stefanía Guðbjörg Gísladóttir

Stefanía Guðbjörg Gísladóttir er fædd 29. apríl árið 1959 í Seldal í Norðfirði og þar ólst hún upp í stórum syskinahóp. Hún er menntaður sjúkraliði og hefur unnið á sjúkrastofnunum. Hún er gift áströlskum manni og þau stunduðu búskap í Seldal um tíu ára skeið. Þau fluttu til Vestur-Ástralíu árið 1995. Stefanía bjó ásamt börnum sínum fjórum í litlu þorpi er nefnist Kendenup í 23 ár en undanfarin 2 ár hefur hún búið á Albaní.

Stefanía tók þátt í félagsmálum heima á Íslandi og þá starfaði hún einnig í ungmennafélaginu og sat í sveitarstjórn Norðfjarðarhepps. Þá sat Stefanía  í bæjarstjórn Neskaupstaðar fyrir hönd Alþýðubandalagsins, þegar hreppur og bær sameinuðust.

Ljóðin í bókinni hennar Munum við báðar fljúga sem út kom árið 2004 eru flest frá árunum 1990-2003.

Stefanía hefur birt ljóð og greinar í tíma- og í safnritunum eins og Raddir að austan 1991 og Huldumál - hugverk austfiskra kvenna 2003. Alls eru ljóðabækur hennar fimm. Rosaljós 1996, Án spora 2007, Skyldi það vera 2013 og Eilífðarstef 2021. Að auki hefur hún skrifað tvær ævisögur. Ertu vakandi herra víkingur og Svei þér þokan gráa.


Ritaskrá

2021  Eilífðarstef. Ljóðabók
2017  Ertu vakandi herra Víkingur. Lífssaga Þorleifs víkings
2013  Skyldi það vera. Ljóðabók
2007  Án spora. Ljóðabók
2004  Munum við báðar fljúga. Ljóðabók
2000  Svei þér þokan gráa. Ævisaga Guðrúnar Ólafsdóttur skáldkonu
1996  Rosaljós. Ljóðabók
 

Tengt efni