SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Sunna Dís Másdóttir

Sunna Dís Másdóttir er fædd árið 1983.

Hún er með BA-gráðu í ensku og ritlist frá Háskóla Íslands og MA-gráðu í hagnýtri menningarmiðlun frá sama skóla. Hún lauk MA-gráðu í ritlist frá Háskóla Íslands í október 2020.

Sunna er ein Svikaskálda og hefur ásamt þeim gefið út ljóðabækur og skáldsöguna Olíu sem kom út hjá Forlaginu í október 2021 og hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Smásögur eftir Sunnu hafa birst í Uppskriftabók (2015) ásamt öðrum sögum eftir ritlistarnema, í Iceland Review (2020) og Tímariti Máls og menningar (2022).

Fyrsta ljóðabók hennar, Plómur, kom út hjá Forlaginu í september 2022.

Auk ritstarfa hefur Sunna starfað í ýmsum verkefnum tengdum bókmenntum á síðustu árum; sem þýðandi, ritstjóri, bókmenntagagnrýnandi, verkefnastjóri bókmennta á Borgarbókasafninu, leiðbeinandi í ritlist og ýmsu öðru. Hún hefur verið bókmenntagagnrýnandi í bókmenntaþættinum Kiljunni í nokkur ár.

 


Ritaskrá

  • 2022  Plómur
  • 2021  Olía (ásamt Svikaskáldum)
  • 2019  Nú sker ég netin mín (ásamt Svikaskáldum)
  • 2018  Ég er fagnaðarsöngur (ásamt Svikaskáldum)
  • 2017  Ég er ekki að rétta upp hönd (ásamt Svikaskáldum)
  • 2015  Uppskriftabók (ásamt fleiri höfundum)

 

Verðlaun og viðurkenningar

2023 Ljóðstafur Jóns úr Vör 

Tilnefningar

  • 2021  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Olíu (ásamt Svikaskáldum)

 

Tengt efni