SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Þóra Hjörleifsdóttir

Þóra er fædd 1986. Gaf út fyrstu skáldsögu sína, Kviku, í febrúar 2019. Kvika fjallar um mörk og markaleysi í sambandi ungs pars á nístandi sáran og ljóðrænan máta. Hún hefur einnig tekið þátt í að skrifa og gefa út bækurnar Ég er ekki að rétta upp hönd (2017) og Ég er fagnaðarsöngur (2018) með Svikaskáldum. Ljóð hennar hafa birst m.a. á Starafugli og hún hefur gert útvarpsþátt um mæðraveldi

Hún býr í Reykjavík og er með meistaragráðu í ritlist. 


Ritaskrá

  • 2019  Kvika
  • 2018  Ég er fagnaðarsöngur (með Svikaskáldum)
  • 2017  Ég er ekki að rétta upp hönd (Með Svikaskáldum)