SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Yrsa Sigurðardóttir

(Vilborg) Yrsa Sigurðardóttir er fædd í Reykjavík 24. ágúst 1963. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1983, lauk B.Sc.-prófi frá Háskóla Íslands í byggingarverkfræði 1988 og M.Sc.-prófi í sömu fræðum frá Concordia University í Montreal í Kanada 1997. Yrsa starfar sem byggingarverkfræðingur við framkvæmdaeftirlit á Kárahnjúkum auk þess sem hún stundar ritstörf.

Yrsa sendi frá sér sína fyrstu barnabók, Þar lágu Danir í því, árið 1998. Árið 2000 hlaut hún Viðurkenningu Barnabókaráðs Íslands, Íslandsdeildar IBBY, fyrir bókina Við viljum jólin í júlí og 2003 hlaut hún Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir söguna Biobörn. Fyrsta skáldsaga Yrsu fyrir fullorðna, glæpasagan Þriðja táknið, kom út hjá bókaútgáfunni Veröld 2005. Ári síðar kom svo út sagan Sér grefur gröf þar sem lögfræðingurinn Þóra fæst við dularfull sakamál og síðan hafa fleiri sögur um Þóru bæst í hópinn.

Útgáfuréttur bóka Yrsu hefur verið seldur til fjölmargra landa og hafa þær komið út í þýðingum víða um heim. 

Yrsa býr á Seltjarnarnesi. Hún er gift og á tvö börn.


Ritaskrá

 • 2020   Herra Bóbó, Amelía og ættbrókin
 • 2020   Bráðin
 • 2019    Þögn
 • 2018    Brúðan
 • 2017    Gatið
 • 2016    Aflausn
 • 2015    Sogið  
 • 2014    DNA
 • 2013    Lygi
 • 2012    Kuldi
 • 2011    Brakið
 • 2010    Ég man þig
 • 2009    Horfðu á mig
 • 2008    Auðnin
 • 2007    Aska
 • 2006    Sér grefur gröf
 • 2005    Þriðja táknið
 • 2003    Biobörn
 • 2001    B 10
 • 2000    Barnapíubófinn, Búkolla og bókarránið
 • 1999    Við viljum jólin í júlí
 • 1998    Þar lágu Danir í því

Verðlaun og viðurkenningar

Tilnefning:

 • 2021 Blóðdropinn fyrir Bráðina
 • 2020  Íslensku bókmenntaverðlaunin: Herra Bóbó, Amelía og ættbrókin