SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir20. september 2020

List er ekki lúxus

„Ég man eftir sólskinsdegi austur í Landeyjum. Ég var sex ára og sat á hól sem þakinn var blómstrandi sóleyjum. Það gerðist ekkert. Þetta vara bara svo ótrúlega fallegt. Ég finn ennþá lyktina upp úr jörðinni og mér þótti svo gott að vera til. Það er of lítið gert af því að varðveita þessa hreinu skynjun barna. Þessi í stað er listræn skynjun þeirra drepin og þau gerð að arðbærum vinnuþrælum. Ég skrifa barnabækur. Kannski af því að mér hefur ekki tekist að deyða í mér næmi barnsins.

Líf án listar er ekkert líf. Engin bók verður til án höfundar, og við erum öll höfundar að stærsta ævintýrinu, lífinu sjálfu. Það má ekki gera fólk að ófrjóum þiggjendum. Væri það ekki hræðilegt? Getum við skipst á nokkru, ef við eigum öll það sama?

Börn þurfa sögur og sögur þurfa börn. List er ekki lúxus heldur lífsnauðsyn hverri manneskju og hverri þjóð. Ef Íslendingar hættu að skrifa bækur og lesa bækur týndu þeir þjóðerni sínu.List er þýðingarmeiri en stjórnmál. Og ég verð að skrifa góða bók áður en ég dey.“

 

Guðrún Helgadóttir

Stríð og söngur, 1985

 

Ljósmynd: althingi.is