• Soffía Auður Birgisdóttir

Tvær barnabækur frá Yrsu Þöll


Yrsa Þöll Gylfadóttir sendi nýverið frá sér tvær barnabækur. Um er að ræða svokallaðar léttlestrarbækur og heita þær Prumpusamlokan og Geggjað ósann-gjarnt. Bækurnar tilheyra bókaflokki sem ber yfirskriftina Bekkurinn minn og áætlað er að fleiri bækur komi út í flokknum.


Prumpusamlokan fjallar um Nadiru sem er nýflutt til Íslands frá Írak. Við fylgjumst með Nadiru á fyrsta skóladeginum, í skólastofunni, í frímínútunum og svo framvegis. Hún er að læra ýmis orð og prumpusamloka er eitt af þeim orðum sem hún lærir þennan fyrsta skóladag. Því má segja að bókin fjalli því að hluta til um tungumálanám.


Geggjað ósanngjarnt er um Bjarna Frey. Honum er alltaf kennt um allt, að honum finnst, svo það er náttúrlega "geggjað ósanngjarnt" og hann endar á því að strjúka úr frístundaheimilinu með vini sínum. Næstu bækurnar á eftir þeim eiga svo að fjalla um alla hina krakkana í bekknum sem sjást á bekkjarmyndinni inni í bókunum.“ Myndirnar í bókinni eru eftir Iðunni Örnu og það er Bókabeitan sem gefur þær út.


