• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Lög við ljóð Ásdísar Óladóttur


Kvennahljómsveitin Gertrude and the flowers hefur verið á tónleikaferð undanfarna daga en hún var stofnuð fyrir u.þ.b. tveimur og hálfu ári. Sveitina skipa átta konur og þ.á.m. aðalsöngkonan og skáldkonan Ásdís Óladóttir en hljómsveitin flytur lög við ljóð hennar. Fyrsta ljóðabók Ásdísar, Birta nætur, kom út árið 1995 og eru ljóðabækur hennar orðnar sjö talsins auk ljóðasafnsins, Sunnudagsbíltúr, sem kom út árið 2015.

Hér er hægt er að hlusta á lag með hljómsveitinni að loknu viðtali við Ólafíu Hrönn Jónsdóttur sem er einn af meðlimum hljómsveitarinnar.

Myndin er fengin af Facebook-viðburði hljómsveitarinnar.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband