SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir 8. mars 2020

Von um betra líf

 

 

Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna er bók dagsins Konan sem datt upp stigann eftir Ingu Dagnýju Eydal, söngkonu og hjúkrunarfræðing.

Í bókinni fjallar Inga um afleiðingar kulnunar og streitu á líf sitt.

Einnig eru birt brot úr dagbókum Ingu. Þá rifjar hún upp æsku sína og ástarsambönd og segir frá fólkinu sínu sem sumt þurfti einnig að takast á við áföll og alvarlega sjúkdóma. Langamma hennar smitaðist af holdsveiki og faðir hennar, hinn kunni gleðigjafi og tónlistarsnillingur Ingimar Eydal, lést aðeins 56 ára.

Bókin einkennist af einlægni og æðruleysi og veitir lesendum svo sannarlega von um til sé betra líf þrátt fyrir erfiðleika, áföll og andstreymi í lífinu.