SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir21. febrúar 2020

Ást í bók og bolla

Ástarmálþing Bókabæjanna í Tryggvaskála 27. febrúar kl. 20

Ekkert er betra en ástin – og því er málþing Bókabæjanna að þessu sinni helgað ástinni. Að vanda er dagskráin fjölbreytt og við flestra hæfi.

Húsið opnar kl. 19:30

Upphafstónar tónlistarkonunnar Myrru Rósar.

Yfirlit um ástina, á kvöldgöngu með hundinum. Jón Özur Snorrason flytur stutt ávarp um efni kvöldsins.

en anda sem unnast, fær aldregi, eilífð skilið. Eldri borgarar á Selfossi flytja Ferðalok Jónasar Hallgrímssonar.

Fyrirlestrar:

Lífið er stundum eins og ævintýrabók Rósa Vestfjörð Guðmundsdóttir frá Ásútgáfunni segir okkur frá Rauðu ástarsögunum sem glatt hafa þjóðina óslitið frá árinu 1985.

Þegar ástin grípur unglinginn Hildur Ýr Ísberg íslenskukennari ræðir um ástarjátningar í unglingabókum þá og nú.

Á þessari djöfla eyju

Leikfélag Selfoss býður uppá brot úr sýningunni Djöflaeyjan sem frumsýnd verður 6.mars næstkomandi.

Afhending Sparibollans

Sparibollinn, nýstofnuð bókmenntaverðlaun, veitt fyrir fegurstu ástarjátninguna í íslenskum bókmenntum 2019 verða afhent í fyrsta skipti.

Lokatónar Myrru Rósar.

Að vanda er ókeypis inn meðan húsrúm leyfir, en við minnum á að gjarnan er þröngt á þingi. Bókabæirnir bjóða kaffi og sæta mola, en barinn er opinn fyrir göróttari drykki.

Harpa Rún og Jözur reyna að halda í stjórnartaumana.

PS. Ástarunnendum er sérstaklega bent á Bókakaffi í Gerðubergi kvöldið áður, þar sem skáldin Ingunn Snædal og Þóra Hjörleifsdóttir ræða ástina við Guðrúnu Baldvinsdóttur!

Myndin af bollanum sýnir verðlaunagripinn Sparibollann. Myndina tók Eyrún Lóa Eiríksdóttir.