SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir30. október 2019

Spennandi ljóðabókafljóð hafið

Nú flæða nýjar bækur fram á markaðinn og jólabókaflóðið er komið vel af stað. Margt bendir til þess að flóðið í ár færi lesendum margar áhugaverðar bækur eftir rithöfunda á öllum aldri.

Það sem vekur meðal annars athygli er hversu margar ljóðabækur eftir konur eru að koma út á þessu hausti - og reynar hafa nokkrar þegar komið út fyrr á árinu. Þar má til að mynda nefna hina undrafögru ljóðabók UNDRARÝMIÐ eftir Sigurlín Bjarneyju Gísladóttur sem lesa má um hér. Skáld.is mun á næstunni birta umfjallanir um einhverjar þeirra fjölmörgu spennandi ljóðabóka eftir konur sem nú eru að koma út.

Má þar nefna DIMMUMÓT eftir Steinunni Sigurðardóttur, HEIMSKAUT eftir Gerði Kristnýju, svo tvö af okkar reyndustu og bestu skáld séu nefnd.

Einnig ljóðabækurnar OKFRUMAN eftir Brynju Hjálmsdóttur og STÖKKBRIGÐI eftir Hönnu Óladóttur, en þar eru spennandi nýliðar á ferð.