SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ritstjórn23. október 2019

Harpa Rún hreppir bókmenntaverðlaun

Harpa Rún Kristjánsdóttir hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2019

Harpa Rún Kristjánsdóttir hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2019 fyrir ljóðahandritið Edda. Borgarstjóri Dagur B. Eggertson veitti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Höfða. Alls bárust 58 ljóðahandrit til dómnefndarinnar en hana skipuðu Sif Sigmarsdóttir formaður, Þórarinn Eldjárn og Börkur Gunnarsson.

Í niðurstöðu dómnefndar segir m.a. að bókin sé látlaust verk um dramatískustu andartök hverrar mannsævi; upphaf hennar og endi. Ljóðin ferðast milli fyrstu augnablika lífsins til þeirra síðustu. Gleðin og sorgin takast á, tvinnast saman og verða loks eitt.

Harpa Rún er fædd árið 1990. „Hún lauk meist­ara­prófi í al­mennri bók­mennta­fræði frá Há­skóla Íslands árið 2018 og fjallaði loka­rit­gerð henn­ar um ís­lensk­ar ólands­sög­ur eða staðleys­ur og þróun þeirra. Harpa Rún er upp­al­in í sveit und­ir Heklurót­um og býr þar enn og starfar á sauðfjár­búi. Hún er einnig lausa­kona í rit­stjórn og próf­arka­lestri“ segir á vef Mbl.

 

Júlía Sveinsdóttir