SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir22. september 2019

Útvarp Elísabet

Útvarp Elísabet er afar fersk og skemmtileg nýjung. Það er Elísabet Jökulsdóttir skáldkona sem stofnaði útvarpsstöðina og er hún sömuleiðis þáttastjórnandi. Þetta er því fyrsta hlaðvarp íslenskrar skáldkonu, svo vitað sé.

Þegar hér er komið sögu eru þættirnir orðnir fjórir talsins og eru þeir af ýmsu efni en skáldskapurinn er aldrei fjarri, líkt og nærri má geta. Fyrir rétt um mánuði útvarpaði Elísabet fyrsta þættinum, Á bakvið alheiminn er lítil tjörn, og síðan hafa þættirnir verið u.þ.b. vikulega á dagskrá. Útvarp Elísabet er aðgengilegt á vefsíðunni Soundcloud.com.