SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir 4. ágúst 2019

Skáldhneigð og skyldustörf

Merkiskonan Elín Vigfúsdóttir á Laxamýri (1891-1986) var farkennari um tíma og síðan húsfreyja á stóru heimili þar sem umsvif voru mikil í öllu tilliti. Hún sendi frá sér eina ljóðabók um ævina, þá orðin öldruð.

Það „verður að teljast lífsafrek að geta sætt stórbrotna skáldhneigð við skyldustörf heimilis sem krafðist svo mikils. Ég hygg að það sé ekki ofmælt að jafnlyndi hennar og þolgæði, ásamt óvenju skörpum gáfum og ást á öllu sem lifir, hafi verið sterkust einkenni hennar“ segir í minnningargrein um hana.

Nafn hennar bætist nú í safn skáldkvenna á Íslandi.

Ljósmynd af Elínu: Mats Wibe Lund