SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir31. maí 2019

Eins og klettur

Skáldkona dagsins er Jóhanna Steingrímsdóttir, frá Nesi í Aðaldal, Suður-Þingeyjarsýslu (1920-2002). Hún var bóndakona sem skrifaði í hjáverkum og óskaði þess oft að hún hefði meiri tíma til ritstarfa. Í minningargrein um hana í Mogganum segir m.a. að hún hafi alltaf verið staðið eins og klettur að baki manni sínum.

Jóhanna var kjarnakona, m.a. var hún í fylkingarbrjósti ásamt eiginmanni og öðrum góðbændum fyrir verndun Laxár í svokallaðri Laxárdeilu þegar Mývetningar sprengdu stíflu í ánni 25. ágúst 1970. Unnur Birna Karlsdóttir skáldkona og fræðimaður rannsakaði þennan merkisatburð og birti kafla um hann í doktorsritgerð sinni.

Jóhanna Steingrímsdóttur sendi frá sér 14 bækur bæði fyrir börn og fullorðna, auk þess ritstýrði hún nokkrum bókum og tók virkan þátt í útgáfu byggðasögu Suður-Þingeyjarsýslu.

Ljósmynd: Laxá í Aðaldal, veida.is