SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir 6. mars 2019

Stund klámsins runnin upp

Kristín Svava Tómasdóttir, skáld og sagnfræðingur, hlaut í dag viðurkenningu Hagþenkis 2019 fyrir bók sína Stund klámsins. Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar sem Sögufélag gefur út. Þetta er fyrsta fræðilega bókin sem skrifuð hefur verið um klám á Íslandi.

Þetta var tilkynnt í dag. Að mati viðurkenningarráðs Hagþenkis er hér á ferðinni brautryðjandaverk um sögu kláms og kynverundar á Íslandi sem byggir á afhjúpandi rannsóknum á vandmeðförnu efni.

Kristín Svava fékk viðurkenningarskjal, blómvönd og 1250 þúsund króna verðlaunafé.

Til hamingju, Kristín Svava!