SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir17. janúar 2019

Fimm Fjöruverðlaun í ár

Hún var góð stemningin í Höfða við afhendingu Fjöruverðlaunanna í gærdag. Þetta var í þrettánda sinn sem Fjöruverðlaunin voru afhent og að þessu sinni hlutu fimm konur verðlaunin. Líkt og undanfarin ár var verðlaunagripurinn eftir listakonuna Koggu en hún styrkir jafnan verðlaunin með því að gefa vinnu sína og efniskostnað.

Verndari Fjöruverðlaunanna, borgarstjóri Reykjavíkur, steig fyrstur á stokk og bauð gesti velkomna. Þá sté í pontu Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, formaður Félags um Fjöruverðlaunin, og kynnti verðlaunin. Sú venja hefur skapast að verðlaunahafi síðasta árs afhendi arftaka sínum verðlaunin en það þurfti að hafa annan hátt á í tilfelli Kristínar Helgu Gunnarsdóttur, því hún hlaut einnig Fjöruverðlaunin í flokki barna- og unglingabókmennta í fyrra. Næstar voru kallaðar til Auður Jónsdóttir, Bára Huld Beck og Steinunn Stefánsdóttur en þær hrepptu verðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis og sá Unnur Jökulsdóttir um afhendingu verðlaunanna. Loks var Guðrún Eva Mínervudóttir verðlaunuð í flokki fagurbókmennta og afhenti Kristín Eiríksdóttir henni verðlaunin.

Myndir: Skáld.is