SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ritstjórn31. október 2018

Kláði - Nýjar smásögur eftir Fríðu Ísberg

Út er komin bókin Kláði eftir Fríðu Ísberg. Sögurnar í þessu fyrsta smásagnasafni hennar eru í senn djarfar, sposkar og ríkar af innsæi. Áður hefur Fríða sent frá sér ljóðabókina Slitförin sem hlaut góðar viðtökur. Hlaut hún Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta, Bóksalaverðlaunin í flokki ljóða árið 2017 og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna 2018.

í Kláði smeygir Fríða sér af lipurð milli hugarheima ýmissa einstaklinga sem á einn eða annan hátt klæjar undan væntingum eða kröfum samtíma síns.

Nánari upplýsingar um Fríðu Ísberg í Skáldatali

 

 

Ása Jóhanns