SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir 7. ágúst 2018

Þórunn Elfa Magnúsdóttir

 

Þórunn Elfa Magnúsdóttir er skáld vikunnar. Sögur hennar hafa ekki farið hátt í seinni tíð en hún var afkastamikill höfundur og skrifaði m.a. fyrstu Reykjavíkursögurnar, Dætur Reykjavíkur, á árunum 1933-1938, rétt rúmlega tvítug. Bókútgáfan Sæmundur stóð þó að endurútgáfu á skáldsögunni Líf annarra fyrir tveimur árum síðan, sem er vel. Bókin er í fallegu broti og geymir prýðilegan eftirmála sem Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundar ritar. Vonandi verða fleiri verk endurútgefin eftir Þórunni Elfu áður en langt um líður.

Myndin er sótt á Facebook-síðu skáldsögunnar Líf annarra