SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir18. júlí 2018

Ljósmóðir lætur ekki deigan síga

Eyrún Ingadóttir bætist í skáldatalið í dag. Hún skrifaði m.a. sögulega skáldsögu sem ber heitið Ljósmóðirin (2012). Þar segir frá lífshlaupi Þórdísar Símonardóttur, ljósmóður á Eyrarbakka, sem uppi var um aldamótin 1900. Þórdís var þekkt fyrir að berjast gegn yfirgangi og kúgun valdsmanna sem beittu öllum ráðum til að beygja hana í duftið.