SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir18. júní 2018

Kona Jóns Sigurðssonar

Ingibjörg Einarsdóttir var eiginkona Jóns Sigurðssonar, sjálfstæðishetjunnar miklu. Hún beið hans heima á Íslandi í 12 ár meðan hann forframaðist í Danmörku en hjónaband þeirra varð hið lukkulegasta þegar þau loksins náðu saman, eins og fram kemur í ævisögu hennar eftir Margréti Gunnarsdóttur (2012). Þau héldu heimili í Kaupmannahöfn og voru einkar samhent hjón. En af hverju er alltaf horft á Ingibjörgu sem pipraða herfu? Steinunn Inga veltir því fyrir sér í umfjöllun um ævisöguna hér á skáld.is.