SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ritstjórn10. júní 2018

Halla Lovísa Loftsdóttir

Lágmynd Halla Lovísa Loftsdóttir og Steingerður Sigurjónsdóttireftir Sigurjón Ólafsson. rður Sigurjónsdóttir 1952–53, LSÓ 201. Gjöf frá Steingerði Sigurjónsdóttur Gonzales 1987. Þessi lágmynd af dóttur Sigurjóns og móðurömmu hennar hefur sérstöðu meðal andlitsmynda Sigurjóns.

Halla Lovísa Loftsdóttir er ein af þeim skáldkonum sem tíminn hefur togað til sín og lítið er vitað um. Hún fæddist 12. júní 1886 að Kollabæ í Fljótshlíð eða fyrir 132 árum síðan. Líkt og margar konur af hennar kynslóð hafði Halla mikla löngun til þess að læra en engin tækifæri. Hún lét það þó ekki hindra sig og lagði sig fram um að lesa allt sem hún náði í og menntaði sig þannig sjálf. Eins of flest ef ekki öll kvenskáld fyrri tíma skrifaði Halla meðfram barnauppeldi og erfiðisvinnu. Hún fékk birt eftir sig efni í tímaritum, m.a. Eimreiðinni og síðar Emblu. Höllu má finna hér í Skáldatalinu.

Einstæð móðir með fimm börn Vorið 1911 fluttist hún að Sandlæk í Gnúpverjahreppi og giftist Ámunda Guðmundssyni. Þar hófu þau búskap árið 1913, eignuðust sjö börn, en fimm komust til fullorðinsára. Ámundi lést úr spænsku veikinni 1. desember frá konu og ungum börnum. Halla bjó áfram með bróður sínum á Sandlæk við erfið lífskjör.

Verkamannavinna

Halla Lovísa Loftsdóttir

Halla vann alla ævi og var annt um kvenréttindi og jafnréttisbaráttu. Haustið 1913 fluttist hún til Reykjavíkur þar sem hún stundaði ýmsa heimavinnu, einkum vélprjón. Halla var mjög áhugasöm um félags- og menningarmál og starfaði lengi í Kvenréttindafélagi Íslands.

Ljóð hennar gefin út Ljóðabók hennar, Kvæði, kom út 1975, en Halla lést 15. nóvember sama ár. Hér fylgir brot af hljóðupptöku þar sem Halla les afmælisljóð sem hún skrifaði fyrir Guðbjörgu í Múlakoti árið 1940. Afmælisljóð til Guðbjargar í Múlakoti 70 ára 27. júlí 1940: Fagnar nú Fljótshlíð fögrum degi.

 

Ása Jóhanns