SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir29. maí 2018

Kristín Ómarsdóttir er maístjarnan okkar

Kristín Ómarsdóttir hlaut í dag Maístjörnuna, verðlaun sem ætluð eru sérstaklega til hvatningar fyrir ljóðskáld. Verðlaunin eru fyrir ljóðabókina Kóngulær í sýningargluggum (2017). Steinunn Inga Óttarsdóttir fjallaði um verðlaunabókina í Víðsjá, og sagði m.a.:

Boðskapur, myndmál og hugmyndafræði Kóngulóa í sýningargluggum smella inn í samfélagsumræðuna nú um stundir þegar verið er að draga valdið í efa, rýna í skrifræðisleg ferli og vélræn kerfi, þegar venjulegt fólk ræðst til atlögu ef réttlætiskennd þeirra er misboðið. Það er hamrað á fátækt, óréttlæti og grimmd í þessum ljóðum, myndmálið tengist líkamlegu ofbeldi og kvöl; höfuð eru afskorin, fingur klipptir af, flísar standa í augum, fingur er brotnir, gubbað í skál, þjáningin hverfur ekki, rýtingur er rekinn i hjartað.

Umfjöllunina má lesa í heild hér á skáld.is.