SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ritstjórn11. desember 2017

Fljóðaljóð í Gunnarshúsi

Höfundarnir Margrét Lóa Jónsdóttir, Gunnhildur Þórðardóttir, Fríða Ísberg og Eygló Blöndal munu halda ljóðakvöld í Gunnarshúsi næstkomandi þriðjudag 12. desember kl. 20 undir yfirskriftinni Fljóðaljóð. Allar hafa þær nýlega gefið út ljóðabækur; Margrét les úr bók sinni biðröðin framundan, Gunnhildur kemur með Götuljóð, Fríða með Slitförina og Eygló með bókina Án titils. Kynnir verður Kári Tulinius en hann er einn af stofnendum Meðgönguljóða og gaf nýlega út skáldsöguna Móðurhugur.

Skáldkonurnar munu leiða saman raddir sínar og bjóða upp á fróðlega og skemmtilega kvöldstund með tilfinningaþrungnum ljóðaupplestri og tilheyrandi spjalli. Boðið verður upp á kaffi og konfekt. Allir velkomnir. Gunnarshús er að Dyngjuvegi 8 í Reykjavík.

 

Ása Jóhanns