SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Ritstjórn 2. október 2017

Kóngulær í sýningargluggum

 

 

Í nýrri ljóðabók sinni, Kóngulær í sýningargluggum, tekst Kristín Ómarsdóttir á við missi, en hún skrifaði bókina eftir fráfall foreldra sinna. Kristín hefur einkum helgað sig skáldsögunum undanfarin ár, en nú er liðinn áratugur síðan hún sendi síðast frá sér ljóðabók. Í umsögn um bókina segir: ,,Beitt, myndræn, ægifögur, óhugnanleg – ljóð Kristínar Ómarsdóttur eru engu lík. Hversdagur umbreytist í ævintýri, draumur í hrylling, beinaber veruleikinn blasir við – ljóðmál Kristínar hjúpar og afhjúpar. Kóngulær í sýningargluggum er bók sem hrífur og skelfir. " Nýlega var fjallað um þessa nýju bók Kristínar og rætt við höfundinn á Rás 1: http://www.ruv.is/frett/ped-i-heiminum

 

 

 

Ingibjörg Stefánsdóttir