Kóngulær í sýningargluggum

 

Í nýrri ljóðabók sinni, Kóngulær í sýningargluggum, tekst Kristín Ómarsdóttir á við missi, en hún skrifaði bókina eftir fráfall foreldra sinna. Kristín hefur einkum helgað sig skáldsögunum undanfarin ár, en nú er liðinn áratugur síðan hún sendi síðast frá sér ljóðabók. 

Í umsögn um bókina segir:
,,Beitt, myndræn, ægifögur, óhugnanleg – ljóð Kristínar Ómarsdóttur eru engu lík. Hversdagur umbreytist í ævintýri, draumur í hrylling, beinaber veruleikinn blasir við – ljóðmál Kristínar hjúpar og afhjúpar. Kóngulær í sýningargluggum er bók sem hrífur og skelfir. "

Nýlega var fjallað um þessa nýju bók Kristínar og rætt við höfundinn á Rás 1:  http://www.ruv.is/frett/ped-i-heiminum 

 

 

 

 

 

 

 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband