Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband

Yrsa Þöll Gylfadóttir er fædd árið 1982 í Reykjavík og eftir fimm ára búsetu í Kanada ólst hún að mestu upp í Garðabæ. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2002 og flutti í kjölfarið til Frakklands til að nema franskar bókmenntir og málvísindi, fyrst við Michel de Montaigne háskóla í Bordeaux og loks við Svarta skóla í París. Síðar lauk hún meistaraprófi í frönskum fræðum frá Háskóla Íslands, kennsluréttindum á framhaldsskólastigi og prófi frá Leiðsöguskóla Íslands. Samhliða skrifum hefur Yrsa Þöll að mestu unnið sem leiðsögumaður og kennari en hefur einnig fengist við túlkun og þýðingar, dagskrárgerð í útvarpi, sem og sölu og kennslu á borðspilum.

 

Yrsa Þöll hefur gefið út tvær skáldsögur. Á haustdögum 2018 voru fluttar þrjár einræður eftir hana á baráttufundi Kvennafrís 2018, af jafnmörgum leikkonum sem sögðu sögu þriggja verkakvenna á ólíkum tímum. Ljóðið „Árblik“ samdi Yrsa Þöll við kórverk Þórðar Magnússonar og var það flutt á fullveldisdaginn af Söngfjelaginu, bæði í Alþingishúsinu og í Hörpu.

 

Yrsa Þöll er nú búsett í Uppsölum, ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum.  

 

Yrsa Þöll Gylfadóttir

  • 2017        Móðurlífið, blönduð tækni

    2010        Tregðulögmálið