Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband

Vilborg Dagbjartsdóttir fæddist á Hjalla á Vestdalseyri þann 18. júlí árið 1930. Hún fór í leiklistarnám til Lárusar Pálssonar árið 1951 og var síðan í námshring Gunnars R. Hansens í leiklist frá 1952-1953. Vilborg lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1952 og stundaði nám í bókasafnsfræðum við Háskóla Íslands 1982. Hún starfaði sem rithöfundur og barnakennari í Austurbæjarskóla um árabil en hefur nú hætt kennslu. Eftir hana liggur fjöldi rita fyrir börn, bæði sagnabækur og námsefni, auk ljóðabóka. Hún ritstýrði Óskastundinni, barnablaði Þjóðviljans, 1956 - 1962 og Kompunni, barnasíðu sunnudagsblaðs sama blaðs, frá 1975 - 1979.

 

Vilborg hefur verið mikilvirkur þýðandi og starfað ötullega að málefnum barna. Hún var einn frumkvöðla að stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar og átti sæti fyrir miðju hreyfingarinnar 1970. Hún sat lengi í stjórn Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna. Hún hefur átt sæti í stjórn Stéttarfélags íslenskra barnakennara, Rithöfundafélags Íslands og Rithöfundasambands Íslands. Vilborg var í stjórn Kvikmyndaklúbbsins og Litla bíós frá 1968-1970.

 

Fyrsta ljóðabók Vilborgar var Laufið á trjánum sem kom út árið 1960 og var hún þá ein af fáum konum sem skrifuðu atómljóð. Hún birti einnig ljóð í tímaritinu Birtingi og á fjölda ljóða og greina í tímaritum og safnritum. Ljóð Vilborgar hafa birst í erlendum safnritum og tímaritum á fjölda tungumála.

 

Vilborg var gift Þorgeiri Þorgeirsyni sem nú er látinn. Hún á tvo uppkomna syni. Hún býr í Reykjavík.

 

Mynd af höfundi: bokmenntahatid.is/vilborg-dagbjartsdottir-barnabokahofundur-og-ljodskald/

Vilborg Dagbjartsdóttir

 • Alli Nalli & tunglið
  Bogga á Hjalla
  Fugl og fiskur
  Hvíta hænan
  Langsum og þversum
  Sagan af Labba Pabbakút
  Sögur af Alla Nalla
  Sögusteinn
  Tvær sögur um tunglið
  Dvergliljur
  Fiskar hafa enga rödd
  Klukkan í turninum
  Kyndilmessa
  Laufið á trjánum
  Ljóð
  Ljóð í leiðinni: skáld um Reykjavík
  Ljósar hendur : þrjár íslenskar skáldkonur svífa sólgeislavængjum
  Ótta
  Síðdegi