Vala Þórsdóttir

Vala Þórsdóttir  er fædd 22. júlí 1968. Hún útskrifaðist frá Bretton Hall College, University of Leeds með BA gráðu í leiklist og ritun árið 1995. Hún lærði einnig handritaskrif hjá North by Northwest og hefur tekið masterclass hjá Stephen Frears, Laurie Hutzler, Jon Vorhaus og Stig Thorsboe.

Hún vinnur jöfnum höndum að leikritun, handritagerð fyrir sjónvarp og kvikmyndir og skáldsögum og ljóðum.  Bækur hennar og leikrit hafa verið tilnefnd og unnið til ýmissa verðlauna, þar á meðal Fjöruverðlaunanna, Grímuverðlaunanna og verið á heiðurslista IBBY International Honour Booklist  árið 2012. Hún hefur selt kvikmyndaréttinn að barnabókinni Á puttanum með pabba.

Vala hefur búið og starfað á Íslandi, Englandi, Ítalíu, Þýskalandi, Tyrklandi og Möltu. Hún hefur því unnið með höfundum og listamönnum frá mismunandi löndum, á mismunandi sviðum og komið að fjölbreyttum verkum í gegnum tíðina. Fjölbreytni, samvinna og innsæi í mismunandi menningu, bæði barna og fullorðinna, hefur einkennt ritstörf Völu. Verk hennar hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál og sett upp í leikhúsum víða um heim.  

 

Vala býr í Reykjavík ásamt manni sínum og barni.
 

Vala Þórsdóttir

 • 2019    Brotin sjónavarpssería meðhöfundur Kolbrún Anna Björnsdóttir
  2013    Á puttanum með pabba meðhöfundur Kolbrún Anna Björnsdóttir
  2013    Þankaganga Myslobieg 1 og 2     
  2011    Þankaganga/Myslobieg 2 Súsanna í Póllandi     
  2010    Þankaganga/Myslobieg     
  2009    Tónlist hamingjunnar     
  2005    Eldhús eftir máli - hversdagslegar hryllingssögur byggt á smásögum Svövu Jakobsdóttur
  2006    Emma og Ófeigur meðhöfundur Árni Íbsen
  2006    Nú skyldi ég hlæja dramaturg
  2004    Á floti dramaturg
  2003    Hættuleg kynni meðhöfundur Dansleikhús með Ekka
  2003    Gildi     
  2002    Má ég bjóða þér eitthvað annað     
  2001    Kvenna Hvað meðhöfundur Anna Pálína Árnadóttir
  2001    Veröldin er vasaklútur     
  2000    Ljóð í mannhafið - Ljóð og örsögur í safninu     
  2000    Háaloft     
  1999    Hafrún meðhöfundur Möguleikhúsið
  1998    Sítrónusystur meðhöfundur Icelandic Take Away Theatre
  1998    Lemon Sisters meðhöfundur Icelandic Take Away Theatre
  1997    Kíkir, Súkkulaði, Fýlugufa og Rusl     
  1996    Eða þannig    
  1996    Íslenskt kvöld    

 • Verðlaun
  2012    IBBY International Honourary Booklist
  2010    Fjöruverðlaunin Þankaganga Myslobieg
  2010    Vorvindar/Springwinds IBBY Iceland
  2006    Menningarverðlaun DV: Eldhús eftir máli, hversdagslegar hryllingssögur
  2006    Grímuverðlaunin: Eldhús eftir máli, hversdagslegar hryllingssögur
  2001    Evrópsk kvennaleikhátíð, Finnland: Háaloft
  2001    Critics Choice, Budapest: Háaloft  
  2004    Kiel Monodrama Festival 3.verðlaun: Háaloft
  1999    Audience Award European Women´s Theatre Festival: Eða þannig

  Tilnefningar:
  2014    Fjöruverðlaunin: Á puttanum með pabba
  2006    Gríman-6 tilnefningar: Eldhús eftir máli, hversdagslegar hryllingssögur   
  1999    Menningarverðlaun DV: Hafrún