Unnur Kristjana Eiríksdóttir fæddist á Bíldudal, 7. júlí 1921, ein af 15 dætrum Eiríks Einarssonar bónda, Réttarholti, Reykjavík, og konu hans Sigrúnar Kristjánsdóttur. Hún ólst frá barnæsku upp hjá föðurbróður sínum Þorsteini Einarssyni, kennara að Höfðabrekku í Mýrdal.
Unnur hóf rithöfundarferil sinn með smásögum og Ijóðum sem birtust í blöðum og tímaritum. Fyrsta bók hennar, Villibirta, kom út árið 1969, næst kom ljóðabókin Í skjóli háskans 1971 og loks smásagnasafnið Hvítmánuður, 1974. Hún þýddi skáldsögur, m.a. eftir Jean-Paul Sartre og Friedrich Durrenmatt og las margar þýðinga sinna í útvarpi.
Unnur lést 7. janúar 1976 eftir langvarandi veikindi, 55 ára að aldri. Sambýlismaður hennar síðustu árin var Stefán Hörður Grímsson, skáld.
Unnur Eiríksdóttir
1974 Hvítmánuður. Sögur
1971 Í skjóli háskans (ljóð)
1969 Villibirta (skáldsaga)