Steinunn Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 1950. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1968 og BA prófi í sálarfræði og heimspeki frá University College í Dublin 1972.
Steinunn gaf út fyrstu bók sína, ljóðabókina Sífellur, 19 ára gömul og vakti hún strax athygli. Árið 1995 fékk hún Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna Hjartastað. Bækur hennar hafa verið þýddar á önnur mál og frönsk kvikmynd byggð á skáldsögunni Tímaþjófinum var frumsýnd árið 1999.
Steinunn var fréttamaður útvarps og fréttaritari með hléum frá 1970-1982. Hún hefur einnig starfað sem blaðamaður og þáttagerðarmaður við útvarp og sjónvarp. Steinunn hefur dvalist um lengri og skemmri tíma í ýmsum Evrópulöndum, Bandaríkjunum og Japan.
Steinunn er nú búsett í París og á Selfossi. Hún á eina uppkomna dóttur.
Steinunn Sigurðardóttir
- 2019 Dimmumót
- 2018 Að ljóði munt þú verða
- 2016 Af ljóði ertu komin
- 2016 Heiða - fjalldalabóndinn
- 2014 Gæðakonur
- 2012 Fyrir Lísu
- 2011 Jójó
- 2009 Góði elskhuginn
- 2007 Ástarljóð af landi
- 2005 Sólskinshestur
- 2004 Ljóðasafn: Frá sífellum til hugásta
- 2002 Hundrað dyr í golunni
- 2001 Jöklaleikhúsið
- 1999 Hugástir
- 1998 Frænkuturninn
- 1997 Hanami: Sagan af Hálfdani Fergussyni
- 1995 Hjartastaður
- 1993 Ástin fiskanna
- 1991 Kúaskítur og norðurljós
- 1990 Síðasta orðið: Safn til eftirmæla eftir hluta Ívarsen-ættbálks og tengdafólks á 20. öld: Útgefið, safnað, flokkað og ritstýrt af fræðimanninum Lýtingi Jónssyni frá Veisu í Önguldal.
- 1988 Ein á forsetavakt: Dagar í lífi Vigdísar Finnbogadóttur
- 1987 Kartöfluprinsessan
- 1986 Tímaþjófurinn
- 1983 Skáldsögur
- 1981 Sögur til næsta bæjar
- 1979 Verksummerki
- 1971 Þar og þá
- 1969 Sífellur
- 2016 – Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna: Heiða – fjalldalabóndinn
- 2014 – Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
- 1995 – Íslensku bókmenntaverðlaunin: Hjartastaður
- 1995 – Menningarverðlaun Visa Ísland
- 1990 – Rithöfundasjóður Ríkisútvarpsins
TILNEFNINGAR
- 2019 Íslensku bókmenntaverðlaunin: Dimmumót
- 2016 – Menningarverðlaun DV í bókmenntum: Af ljóði ertu komin
- 2011 – Íslensku bókmenntaverðlaunin: Jójó
- 2009 – Íslensku bókmenntaverðlaunin: Góði elskhuginn
- 2005 – Menningarverðlaun DV í bókmenntum: Sólskinshestur
- 2005 – Íslensku bókmenntaverðlaunin: Sólskinshestur
- 1999 – Íslensku bókmenntaverðlaunin: Hugástir
- 1997 – Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs: Hjartastaður
- 1996 – Aristeion verðlaunin: Hjartastaður
- 1994 – Menningarverðlaun DV: Ástin fiskanna
- 1990 – Íslensku bókmenntaverðlaunin: Síðasta orðið
- 1988 – Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs: Tímaþjófurinn