Steinunn Jóhannesdóttir

Steinunn Jóhannesdóttir er fædd 24. maí 1948 á Akranesi og ólst þar upp. Foreldrar hennar voru Jóhannes Finnsson og Bjarnfríður Leósdóttir.

 

Steinunn lauk stúdentsprófi frá Mennaskólanum á Akureyri 1967 og stundaði síðan frönskunám við háskólann í Toulouse veturinn 1967-1968. Þá snéri hún sér að leiklist og útskrifaðist frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1970. Framhaldsnám í leiklist stundaði Steinunn við Statens Sceneskola í Stokkhólmi veturinn 1970-1971. Þá lagði hún einnig stund á nám í leikhúsfræðum og sálarfræði við Stokkhólmsháskóla veturinn 1971-1972 og í sálarfræði við HÍ 1978-1979. Steinunn hefur að auki sótt ýmis námskeið fyrir leikara og leikstjóra, leikskáld og rithöfunda á Íslandi, Danmörku og Svíþjóð.


Steinunn starfaði sem leikari og leikstjóri um árabil og hefur skrifað greinar og pistla í ýmis blöð og tímarit. Eftir hana liggja leikrit og stuttmyndahandrit, barna- og unglingasögur, smásögur, ævisögur og heimildarit.

 

Skáldsögur Steinunnar um Guðríði Símonardóttur og Hallgrím Pétursson eru byggðar á mikilli og vandaðri heimildavinnu og hafa notið mikilla vinsælda. Sú fyrrnefnda, Reisubók Guðríðar Símonardóttur, hefur verið þýdd á fjölda tungumála.

 

Steinunn er gift Einari Karli Haraldssyni og eiga þau þrjár uppkomnar dætur.

 

Heimildir

Heimasíða Steinunnar Jóhannesdóttur. Mynd af höfundi er tekin af heimasíðunni.

Steinunn Jóhannesdóttir

  • 2014 Jólin hans Hallgríms (myndir Anna Cynthia Leplar)
  • 2010 Heimanfylgja. Skáldsaga um uppvöxt Hallgríms Péturssonar byggð á heimildum um ættfólk hans og samtíð
  • 2001 Reisubók Guðríðar Símonardóttur. Skáldsaga byggð á heimildum
  • 1994 Saga Halldóru Briem. Kveðja frá annarri strönd
  • 1989 Mamma fer á þing (ljósmyndir Ib Rahbek Clausen)
  • 1985 Flautan og vindurinn (teikningar Valgarður Gunnarsson)

   

  Leikrit (útgefin)

  • 1995 Heimur Guðríðar. Síðasta heimsókn Guðríðar Símonardóttur í kirkju Hallgríms. Eintal fyrir þrjá leikara og orgel
  • 1993 Ferðalok
  • 1981 Dans á rósum

   

  Stuttmyndir

  • Ferðalag Fríðu

   

  Þýðingar

  • 1999 Pieta: til hinstu stundar eftir Erland Kiøsterud (búið til flutnings í útvarpi af Lene Therese Teigen)
  • 1997 Krabbasvalirnar eftir Marianne Goldman

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband