
Steinunn G. Helgadóttir
Steinunn G. Helgadóttir er myndlistarmaður og rithöfundur og býr í Reykjavík.
Steinunn hefur unnið mikið með orð í myndlist sinni svo segja má að hún hafi lengi tvinnað saman myndlist og orðlist.
Steinunn vakti mikla athygli þegar hún byrjaði að senda frá sér skáldsögur og fyrir skáldsöguna Raddir úr húsi loftskeytamannsins hlaut hún Fjöruverðlaunin 2017. Í þeirri sögu beitir hún óvenjulegu sjónarhorni og mörgum sögumönnum. Kannski mætti líkja bókinni við sagnasveig sem kemur saman í eina heild.
Steinunn hefur birt smásögur og ljóð í ýmsum tímaritum og fengist nokkuð við þýðingar.
Hér má lesa grein Soffíu Auðar Birgisdóttur um nokkrar sögur Steinunnar.
Ritaskrá
- 2025 Síðustu dagar skeljaskrímslisins
- 2020 Hótel Aníta Ekberg (smásögur, ásamt Helgu S. Helgadóttur og Siggu Björgu Sigurðardóttur)
- 2019 Sterkasta kona í heimi (skáldsaga)
- 2018 Samfeðra (skáldsaga)
- 2016 Raddir úr húsi loftskeytamannsins (skáldsaga)
- 2016 Kristín Jónsdóttur frá Munkaþverá
- 2013 Skuldunautar (ljóð)
- 2011 Kafbátakórinn (ljóð)
Verðlaun og viðurkenningar
- 2017 Ten New Voices from Europe - Literature Across Frontiers
- 2017 Fjöruverðlaunin fyrir Raddir úr húsi loftskeytamannsins
- 2011 Ljóðstafur Jóns úr Vör

