Sigurlín Hermannsdóttir

Sigurlín er fædd 1952. Hún er þekkt sem hagyrðingur og skáld og á ófá innleggin í Vísnahorn Morgunblaðsins í gegnum árin. Hún er stúdent frá MH og lauk BA í íslensku frá Háskóla Íslands 1990. Hún er ritstjóri þingræðna á upplýsinga- og útgáfusviði Alþingis. Kveðskapur hennar hefur birst víða. 

 

Sigurlín teiknaði myndir í fyrstu kennslubók í táknmáli sem út kom á Íslandi (1981). Hún hefur sent frá sér ljóðabækurnar Á mína vísu og Að gefnu tilefni 2012, Pönnukökur og plokkfiskur (2015) og Nágrannar (2019) sem hún gaf út á eigin kostnað og hefur auk þess gefið út nokkrar ljóðabækur með Ljóðahópi Gjábakka. Hún er virkur félagi og í stjórn Kvæðamannafélagsins Iðunnar.

 

Sigurlín yrkir undir hefðbundnum bragarháttum, s.s. rímnaháttum og ljóðahætti, og m.a.s. dróttkvætt. Viðfangsefni hennar eru t.d. dýr og gróður, vinir og samferðafólk. Í nýjustu bók hennar eru einnig örsögur sem eru knappir textar fullir af visku og húmor.

 

Mynd: Úr einkasafni á facebook

Sigurlín Hermannsdóttir

  • 2019 Nágrannar
  • 2015 Pönnukökur og plokkfiskur
  • 2012 Að gefnu tilefni
  • 2012 Á mína vísu
  • 2005 Viðurkenning í ljóðasamkeppni á 120 ára afmæli Garðyrkjufélags Íslands
  • 2004 Viðurkenning í samkeppni um besta brúðkaupsljóðið á Tónlistardögum Dómkirkjunnar