Sigrún Pálsdóttir

Sigrún Pálsdóttir fæddist í Reykjavík 1967. Hún lauk doktorsprófi í hugmyndasögu frá University of Oxford árið 2001. Að námi loknu stundaði hún rannsóknir og kennslu við Háskóla Íslands en frá árinu 2007 hefur hún verið sjálfstætt starfandi. Fyrstu tvær bækur hennar eru byggðar á sagnfræðilegum heimildum. Skáldsaga eftir hana, Kompa, kom út árið 2016.

 

Sigrún hefur verið ritstjóri Sögu, tímarits Sögufélags, og skrifað fjölda greina sem tengjast sagnfræði.

 

Sigrún býr í Reykjavík.

 

 

Heimasíða Sigrúnar: sigrun.funksjon.net

Sigrún Pálsdóttir

  • 2019 Delluferðin
  • 2016 Kompa
  • 2013 Sigrún og Friðgeir: ferðasaga
  • 2010 Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar
 • 2010 Íslensku bókmenntaverðlaunin

  2010 Fjöruverðlaunin

  2013 Menningarverðlaun DV

  2013 Viðkenning Hagþenkis

  2016 Fjöruverðlaunin

   

  Sigrún og Friðgeir. Ferðasaga var valin besta íslenska ævisagan 2013 af bóksölum