Sigrún Björnsdóttir

Sigrún Björnsdóttir fæddist á Seyðisfirði 19. september 1956. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1977 og útskrifaðist með meistarapróf í samfélags- og fjölmiðlafræðum frá Háskólanum í Hróarskeldu 1987. Þá hefur hún lokið meistaraprófi í  upplýsingatækni og netmiðlun. Sigrún stundar nú nám í ritlist við HÍ.

 

Sigrún vann sem fréttamaður á Ríkisútvarpinu frá árinu 1987-1999 og gerði jafnframt fléttuþætti og fréttaskýringar. Hún hefur starfað sem háskólakennari, sérfræðingur og upplýsingafulltrúi, m.a. hjá Íslenskri erfðagreiningu, á Norðurlandaskrifstofu og hjá Reykjavíkurborg. Þá hefur hún unnið sem fréttaritari fyrir norrænu fréttastofuna Ritzau, sem  þýðandi og greinahöfundur. 

 

Sigrún hefur skrifað ljóð frá unga aldri og birtust þau fyrstu á níunda áratug síðustu aldar, m.a.
í tímaritinu Teningi og blaðinu Pavillionen sem gefið var út í Kaupmannahöfn. Hún hefur gefið út þrjár ljóðabækur og þá hafa birst eftir hana ljóð á ljod.is, á ljóðavef Jónasar Hallgrímssonar og í ljóðasöfnum og tímaritum, m.a. í Perlum úr ljóðum íslenskra kvenna sem Forlagið gaf út.

 

Sigrún er gift Garðari Garðarssyni og eiga þau tvær dætur; Eddu Ýri f. 1976 og Sögu f. 1987 og fimm barnabörn.

Sigrún Björnsdóttir

    • 2020   Loftskeyti
    • 2014    Höfuðbending
    • 2008    Blóðeyjar
    • 2002    Næturfæðing