Sigrún Björnsdóttir

Sigrún Björnsdóttir fæddist á Seyðisfirði 19. september 1956. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1977 og útskrifaðist með meistarapróf í samfélags- og fjölmiðlafræðum frá Háskólanum í Hróarskeldu 1987. Þá hefur hún lokið meistaraprófi í  upplýsingatækni og netmiðlun. Sigrún stundar nú nám í ritlist við HÍ.

 

Sigrún vann sem fréttamaður á Ríkisútvarpinu frá árinu 1987-1999 og gerði jafnframt fléttuþætti og fréttaskýringar. Hún hefur starfað sem háskólakennari, sérfræðingur og upplýsingafulltrúi, m.a. hjá Íslenskri erfðagreiningu, á Norðurlandaskrifstofu og hjá Reykjavíkurborg. Þá hefur hún unnið sem fréttaritari fyrir norrænu fréttastofuna Ritzau, sem  þýðandi og greinahöfundur. 

 

Sigrún hefur skrifað ljóð frá unga aldri og birtust þau fyrstu á níunda áratug síðustu aldar, m.a.
í tímaritinu Teningi og blaðinu Pavillionen sem gefið var út í Kaupmannahöfn. Hún hefur gefið út þrjár ljóðabækur og þá hafa birst eftir hana ljóð á ljod.is, á ljóðavef Jónasar Hallgrímssonar og í ljóðasöfnum og tímaritum, m.a. í Perlum úr ljóðum íslenskra kvenna sem Forlagið gaf út.

 

Sigrún er gift Garðari Garðarssyni og eiga þau tvær dætur; Eddu Ýri f. 1976 og Sögu f. 1987 og fimm barnabörn.

Sigrún Björnsdóttir

  • 2014    Höfuðbending

    2008    Blóðeyjar

    2002    Næturfæðing

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband