SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Sigríður Hagalín Björnsdóttir

Sigríður Hagalín Björnsdóttir er fædd i Reykjavík 11. febrúar 1974.

Sigríður tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík og nam síðan sagnfræði og spænskar bókmenntir við Háskóla Íslands og háskólann í Salamanca og blaðamennsku við Columbia-háskóla í New York.

Sigríður hefur starfað með hléum sem fréttamaður við Ríkisútvarpið frá árinu 1999, þar af um árabil sem fréttaritari RÚV í Kaupmannahöfn. Hún hefur einnig verið umsjónarmaður umræðuþáttarins Silfur Egils í ríkissjónvarpinu.

Fyrsta skáldsaga Sigríðar, Eyland, kom út árið 2016, vakti mikla athygli og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og Menningar-verðlauna DV og síðan hefur hún sent frá sér fleiri skáldsögur.

Útgáfuréttur bóka Sigríðar hefur verið seldur til margra landa og hefur fyrsta bók hennar til að mynda verið þýdd á frönsku, þýsku, pólsku, tékknesku og ungversku.

Sigríður er gift Jóni Kalman Stefánssyni rithöfundi og búa þau í Reykjavík.

 


Ritaskrá

  • 2023  Deus
  • 2022  Hamingja þessa heims. Riddarasaga
  • 2020  Eldarnir. Ástin og aðrar hamfarir.
  • 2018  Hið heilaga orð
  • 2016  Eyland

 

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2023  Önnur verðlaun bóksala fyrir Deus

 

Tilnefningar

  • 2022  Til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Hamingja þessa heims, riddarasaga
  • 2017  Til Fjöruverðlaunanna fyrir Eyland
  • 2016  Til Menningarverðlauna DV fyrir Eyland

 

Þýðingar

  • 2024  Éruptions, amour et autres cataclysmes  (Eric Boury þýddi á frönsku)
  • 2023  Tützek (Bence Patat þýddi á ungversku)
  • 2023  The Fires: Love & other disasters (Larizza Kyser þýddi á ensku)
  • 2021  Vúlkany, ljubovj i protjé bedstvija (Olga Alexandersdóttir Markelova þýddi á rússnesku)
  • 2021  Ostrov (Tatiana Sheniavskaia þýddi á rússnesku)
  • 2021  Ognie (Jacek Godek þýddi á pólsku)
  • 2020  Święte słowo (Jacek Godek þýddi á pólsku)
  • 2020  La Lectrice disparue (Eric Boury þýddi á frönsku)
  • 2019  Ostrov ( Lucie Korecká þýddi á tékknesku)
  • 2019  Den avstengte øya (Tone Myklebost þýddi á norsku)
  • 2019  A sziget (Bence Patat þýddi á ungversku)
  • 2018  L'ile (Eric Boury þýddi á frönsku)
  • 2018  Blackout Island (Tine Flecken þýddi á þýsku)
  • 2018  Wyspa (Jacek Godek þýddi á pólsku)

 

Tengt efni