Sigríður Hagalín

Sigríður Hagalín Björnsdóttir er fædd i Reykjavík 11. febrúar 1974. Hún nam sagnfræði og spænskar bókmenntir við Háskóla Íslands og háskólann í Salamanca og blaðamennsku við Columbia-háskóla í New York. Sigríður hefur starfað með hléum sem fréttamaður við Ríkisútvarpið frá árinu 1999, þar af um árabil sem fréttaritari RÚV í Kaupmannahöfn.

 

Fyrsta skáldsaga hennar, Eyland, kom út árið 2016, vakti mikla athygli og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og Menningarverðlauna DV. Önnur skáldsaga hennar, Hið heilaga orð, kom út árið 2018. Útgáfuréttur beggja bóka Sigríðar hefur verið seldur til margra landa og hefur Eyland verið þýdd á frönsku, þýsku, pólsku, tékknesku og ungversku.

 

Hér má hlusta á viðtal við Sigríði um aðra skáldsögu hennar Hið heilaga orð í Víðsjá.

 

Sigríður Hagalín

  • 2020 Eldarnir. Ástin og aðrar hamfarir.
  • 2018 Hið heilaga orð
  • 2016 Eyland
  • 2019 6 mánuðir úr launasjóði rithöfunda
  • 2017 Tilnefnd til Fjöruverðlaunanna fyrir Eyland
  • 2016 Tilnefnd til Menningarverðlauna DV fyrir Eyland

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

 • Black Facebook Icon
 • Black Twitter Icon
 • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband