Sigríður Etna Marinósdóttir

Sigríður Etna er fædd árið 1991 og ólst upp á Tálknafirði. Foreldrar hennar eru Freyja Magnúsdóttir og Marinó Bjarnason. Hún lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri árið 2010 og útskrifaðist sem tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands árið 2014.

 

Sigríður Etna las mikið sem barn og fannst gaman að skrifa sögur. Kennari hennar í grunnskóla hvatti hana áfram og sagði að einn daginn yrði hún rithöfundur. Í framhaldsskóla tók hún áfanga um barnabókmenntir og áhuginn jókst við það. Sigríður Etna hefur nýtt fæðingarorlof stelpnanna sinna til þess að skrifa og gefa út barnabækur.

 

Sigríður Etna er búsett í Grindavík og er gift Ingólfi Ágústssyni. Saman eiga þau tvær dætur.

Sigríður Etna Marinósdóttir

    • 2020  Hasar í hrauninu
    • 2019  Etna og Enok hitta jólasveinana
    • 2017  Etna og Enok fara í sveitina

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband