Salka Guðmundsdóttir

Salka fæddist í Reykjavík og býr þar og starfar sem þýðandi og skáld. Salka lauk BA í leikritun frá háskólanum í Wales, M.Litt. í skapandi skrifum frá háskólanum í Glasgow og MA í þýðingafræðum frá HÍ.

 

Árið 2007 vann hún í smásagnasamkeppni með sögunni Við strákarnir. Hún var önnur tveggja sem stofnaði leikhópinn Soðið svið 2009. Hópurinn setti upp Súldarsker árið 2011 og stóð að sinni fyrstu uppfærslu utan landsteinanna, verðlaunasýningunni Breaker sem fór á Adelaide Fringe 2013 og var í kjölfarið sýnd á Edinburgh Fringe. Leikritið Extravaganza var sýnt á Litla sviði Borgarleikhússsins 2016.  

 

 

 

 

 

 

Mynd af Sölku: stage.is

Salka Guðmundsdóttir

    • 2013  Hættuför í Huliðsdal (leikrit)
    • 2011 Súldarsker (leikrit)